Aukin útgjöld valda áhyggjum

Stefnumótun stjórnvalda í ríkisfjármálum hefur áhrif á kjaraviðræður, segir hagfræðingur …
Stefnumótun stjórnvalda í ríkisfjármálum hefur áhrif á kjaraviðræður, segir hagfræðingur ASÍ mbl.is/Golli

Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir ASÍ hafa áhyggjur af tekjugrunni ríkisfjármálanna í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar.

„Við höfum haft áhyggjur af því að tekjugrunnar ríkisfjármálanna hafa verið að veikjast talsvert á undanförnum árum. Það er ekki breyting á því hér. Það er hins vegar verið að auka útgjöldin talsvert þannig að aðhaldið er að minnka og það vekur ákveðnar áhyggjur.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Henný fjárlagafrumvarpið ekki taka á áhyggjum ASÍ hvað varðar húsnæðisstuðning eða barnabætur. Spurð hvaða áhrif hún telji fjárlögin hafa á kjarasamningaviðræður segir hún að horft verði til fjárlaga í þeim samningum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert