Ekkert samráð haft við íbúana

Borgartún 24. Fyrirhugað er að byggja ofan á hús á …
Borgartún 24. Fyrirhugað er að byggja ofan á hús á lóðinni og rífa önnur. Ný háhýsabyggð mun rísa meðfram Borgartúni til móts við Höfðatorgsturninn. mbl.is/Baldur

Einar Páll Svavarsson, íbúi í Mánatúni í Reykjavík, segir borgaryfirvöld ekki hafa tekið neitt tillit til gagnrýni íbúa í hverfinu á byggingu allt að 64 íbúða á lóðinni Borgartúni 24. Breyting á deiliskipulagi var auglýst í sumar. Skipulagssvæðið afmarkast af Samtúni, Borgartúni og Nóatúni.

Einar Páll segir svo umfangsmiklar breytingar á lóðinni hafa komið íbúum í opna skjöldu. Fyrirhugað háhýsi á horni Borgartúns og Nóatúns sé í andstöðu við vilja nágranna, íbúa og hagsmunaaðila og á skjön við fyrirliggjandi deiliskipulag, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

„Málið er afgreitt með hraði. Markmiðið virðist vera að hlusta ekki á íbúa, enda búið að ganga frá samningum bak við tjöldin,“ segir Einar Páll, sem er fulltrúi starfshóps sem settur var á legg um málið í 92 íbúða fjölbýlishúsi í Mánatúni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert