Heiðmörk lokuð vegna hálku

mbl.is/Hjörtur

Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu.

Voru nokkrir bílar fastir á veginum vegna hálkunnar, en búið er nú að sanda og ná þeim burt.

Borgin ákvað þó að loka veginum.

Var Heiðmerkurvegi lokaður við Suðurlandsveg og er einnig lokaður við Maríuhella í Garðabæ vegna mikillar ísingar, en þónokkur fjöldi ökumanna lenti þar í vandræðum í dag. 

Segir í tilkynningu frá lögreglu að vegurinn verði opnaður strax í fyrramálið og að hann verði þá sandaður og saltaður.

Hafravatnsvegur frá Nesjavallaleið og norður úr er einnig mjög háll og hafa ökumenn einnig lent í vandræðum þar, en veginum hefur þó ekki verið lokað.  Er saltbíll frá Reykjavíkurborg sagður á leið þangað svo ökumenn komist í burtu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert