Reynt til þrautar að ná saman í dag

Reyna á til þrautar í dag að lenda samningi milli …
Reyna á til þrautar í dag að lenda samningi milli flugvirkja og Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég get nú ekki sagt að þetta sé farið að mjakast í rétta átt. Menn eru að kasta á milli sín hugmyndum. Það er alla vega verið að tala saman svo við skulum ekki alveg gefa þetta upp á bátinn.“

Þetta sagði Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, við Morgunblaðið á tíunda tímanum í gærkvöld. Þá var nýlokið samningafundi flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair.

Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til verkfalls í fyrramálið, sunnudag, semjist ekki fyrir þann tíma. Boðað hefur verið til nýs samningafundar klukkan 13 í dag. Því er spáð að yfirvofandi verkfall flugvirkja hjá Icelandair muni hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna á þessum viðkvæma tíma sem jólavertíðin er. Áætlað er að aðgerðirnar raski flugi hjá tíu þúsund farþegum dag hvern sem þær standa yfir. Verkfallshótun flugvirkja hefur valdið miklum óróa meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu, að því er fram kemur í umfjöllun um verkfallið og hugsanlegar afleiðingar þess í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert