Velferðarmálin eru í brennidepli

Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir á rökstólum í þingsal Alþingis …
Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir á rökstólum í þingsal Alþingis í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Komið var fram á níunda tímann í gærkvöldi þegar fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu.

Umræður gærdagsins snérust að mestu um heilbrigðiskerfið og fjármögnun þess. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í framsögu sinni að fyrir hendi væri uppsöfnuð fjárfestingarþörf frá árunum eftir hrun og væri henni að hluta mætt í fjárlagafrumvarpinu nú. Slíkt væri auðvitað ekki áhlaupaverk og ekki yrði bætt úr öllu í einu.

„Við sjáum áfram verulega áherslu á uppbyggingu í velferðarkerfinu, áframhaldandi aukningu í framlögum til almannatrygginga, aukningu í framlögum til menntakerfisins,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í umræðum en velti því upp hvort borð væri fyrir báru og aðhald í ríkisfjármálunum nægt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert