Áfram fundað eftir matarhlé

Viðsemjendur við fundarborðið í dag.
Viðsemjendur við fundarborðið í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Stutt hlé er á fundi í kjara­deilu Flug­virkja­fé­lags Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins vegna Icelanda­ir. Fundur hófst klukkan 16 í dag en nú er matarhlé.

Magnús Jónsson aðstoðarríkissáttasemjari vildi lítið annað segja um stöðu fundarins í samtali við mbl.is nema að honum yrði haldið áfram eftir að menn hefðu borðað nægju sína.

Hann kvaðst ekki hafa neina hugmynd um hversu lengi yrði fundað í kvöld. 

Bú­ast má við að fund­ur­inn standi yfir fram á kvöld og jafn­vel leng­ur. Síðasti fund­ur viðsemj­enda stóð yfir frá klukk­an 17 í gær til rúm­lega 4 í nótt en verkfall flugvirkja hefur staðið síðan snemma í gærmorgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert