Dæla vatni á Facebook

Íslenski jólasveinninn Hurðaskellir tók að sér að koma vatnsdælu til …
Íslenski jólasveinninn Hurðaskellir tók að sér að koma vatnsdælu til Búrkína Fasó. Teikning/Brian Pilkington

Jólasveinninn Hurðaskellir er meðal þeirra jólasveina sem hafa kosið að kaupa sínar gjafir í vefverslun UNICEF, í stað þess að fylgja ráðleggingum jólagjafaráðs jólasveinanna.

 „Ég mæli með þessari síðu,“ segir Hurðaskellir. „Þarna er hægt að fá alls konar snilldarlegar gjafir, hlý teppi, vatnshreinsitöflur, moskítónet og bóluefni, sem kosta ekki mikið og passa vel í skóinn. Svo eru líka til stærri gjafir sem vinnustaðir og vinahópar geta slegið saman í, t.d. vatnsdælur, neyðartjöld, kassar með skóladóti og mótorhjól fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Upp á síðkastið hefur fólk verið að safna fyrir svona vatnsdælum á Facebook, sem er frábært því þær geta tryggt heilu þorpunum aðgang að hreinu vatni og þannig bætt líf barna.“

Þessar stúlkur eru ánægðar með vatnsdæluna sem UNICEF setti upp.
Þessar stúlkur eru ánægðar með vatnsdæluna sem UNICEF setti upp. Mynd/UNICEF



Mbl.is heldur samstarfi sínu við jólasveinana áfram og mun birta nýtt myndband í jóladagatali UNICEF á hverjum degi fram að jólum. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, berst fyrir réttindum allra barna á heimsvísu. Hægt er að kaupa Sannar gjafir UNICEF fyrir börn í neyð hér.

 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert