Enn hætta á hruni á Valahnúk

Sprunguna má sjá vel á myndinni.
Sprunguna má sjá vel á myndinni. Ljósmynd/Reykjanes Geopark

Frá því í desember 2016 hefur verið lokað fyrir umferð fólks á Valahnúk á Reykjanesi. Ákvörðun um lokun var var m.a. tekin í samráði við Almannavarnanefnd Suðurnesja vegna hættu á hruni úr brún hnúksins.

Greint var frá lokuninni fyrir tæpu ári síðan en þá var sagt að varhugavert gæti verið að ganga nærri brún­inni. Þá hafði stór sprunga við brún hnúks­ins tekið að stækka.

Visit Reykjanes tók myndband af svæðinu 15. desember þar sem sjá má að enn er mikil hætta á hruni úr Valahnúk og varhugavert að vera á ferli nálægt brún hnúksins þegar hrynur úr henni.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert