Fíkniefnasali handtekinn á Laugavegi

mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fíkniefnasala á Laugaveginum um miðnætti í nótt en hann reyndist sjálfur vera undir áhrifum fíkniefna undir stýri.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki hægt að greina frá magni né tegundum eiturlyfjanna sem maðurinn var með á sér á þessari stundu en fíkniefnasalinn gistir fangaklefa lögreglunnar.

Lögreglan handtók tvo menn grunaða um þjófnað úr verslun í Grafarvogi um klukkan 23 í gærkvöldi. Þeir gista fangageymslur en vegna ástands þeirra hefur ekki verið hægt að ræða enn við þá.

Rétt eftir miðnætti stöðvaði lögreglan ökumann sem var undir áhrifum fíkniefna en hann gistir fangageymslu vegna þess að ekki var hægt að ræða við hann í nótt vegna þess í hve annarlegu ástandi hann var við aksturinn.

Leitað var aðstoðar lögreglu í öllum hverfum í nótt í „minniháttar verkefnum“ en nóttin var að öllu jafna mjög róleg hjá lögreglu.  22 verkefni komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt 23:00-07:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert