Grunnskóli Borgarness stækkar mjög

Samkvæmt upplýsingum Gunnlaugs A. Júlíussonar sveitarstjóra verður viðbyggingin á tveimur …
Samkvæmt upplýsingum Gunnlaugs A. Júlíussonar sveitarstjóra verður viðbyggingin á tveimur hæðum með 700 fm heildargólffleti. Teikning/Borgarbyggð

Til stendur að bjóða út framkvæmdir við viðbyggingu Grunnskóla Borgarness fljótlega eftir áramót. Er þetta fjárfrekasta verkefni Borgarbyggðar næstu árin.

Reiknað er með 113 milljóna króna rekstrarafgangi hjá Borgarbyggð á komandi ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt var samhljóða af öllum bæjarfulltrúum. Mikið aðhald hefur verið í rekstri og framkvæmdum síðustu árin og hefur verið hægt að greiða niður skuldir vegna þessa.

Ný viðbygging skólans verður á tveimur hæðum með 700 fermetra heildargólffleti, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert