Vatn rennur yfir þjóðveg á Breiðamerkursandi

Ísinn á Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi.
Ísinn á Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi. mbl.is/Rax

Mikið vatn rennur yfir þjóðveg 1 á Breiðamerkursandi austan megin við Fjallsárlón. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát við akstur á þessu svæði. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Það er greiðfært mjög víða á Suðvesturlandi en á Suðurlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir og flughálka á nokkrum köflum.

Á Vesturlandi er víða greiðfært á láglendi og hálkublettir á fjallvegum.

Það er hálka eða hálkublettir á Vestfjörðum og flughálka á Bjarnarfjarðarhálsi. Ófært er yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.

Á Norðurlandi vestra er þjóðvegur 1 greiðfærar en hálka er á flestum útvegum og hálkublettir á Siglufjarðarvegi. Hálka eða hálkublettir eru á Norðausturlandi.

Hálka er á vegum á Austurlandi.  Þæfingsfærð er á Öxi og hálka með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert