„Leiðinlegt og vandræðalegt“

Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur. Mynd úr safni.
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur. Mynd úr safni. mbl.is/Styrmir Kári

Umræða um jarðvegsgerla í neysluvatni í Reykjavík var fyrsta mál á dagskrá borgarstjórnarfundar síðdegis í dag.

„Þetta er allt frekar leiðinlegt og vandræðalegt,“ sagði Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokks. Í máli hans kom fram að hann teldi mikilvægt að upplýsa strax þegar mál af þessu tagi komi fram þó auðvitað væri það ekki hægt fyrr en niðurstöður lægju fyrir. „En það er mjög erfitt þegar villandi upplýsingar koma í upphafi, eins og hvaða hverfi það eru sem þurfa ekki að hafa áhyggjur,“ sagði Halldór.

Í fyrstu tilkynningu sem Veitur sendu frá sér í gær vegna jarðvegsgerla í neysluvatni var listi yfir hverfi borgarinnar sem urðu fyrir áhrifum gerlanna ekki réttur. Leiðréttur listi var birtur á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Frétt mbl.is: Veitur leiðrétta lista yfir hverfi

Minnir á atriði í Áramótaskaupi

Halldór vék máli sínu næst að Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins . „Við væntanlega horfðum öll á Áramótaskaupið.“ Þar sagði hann að viss forspá hafi verið þar sem að í einu atriði hafi verið mælt með því að þrífa allt vatn. „Nú erum við í þeim sporum,“ sagði hann.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði í samtali við mbl.is í gær að Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur hafi fylgt öll­um verklags­regl­um vegna jarðvegs­gerlanna sem greindust í neyslu­vatni í nokkr­um hverf­um borg­ar­inn­ar. Á fundi borgarstjórnar í dag ítrekaði hann það og sagði jafnframt að almenningu hefði verið upplýstur um leið og bráðabirgðaniðurstöður lágu fyrir.

Þá sagði hann meginniðurstöðuna vera að neysluvatn sé öruggt. „Meginniðurstaðan er að neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er öruggt, það var öruggt, og okkar eftirlitsaðilar hafa staðið sig vel í að vara við og taka málið inn á réttan vettvang sem kemst að þessari niðurstöðu í dag.“

Fundur borgarstjórnar stendur enn yfir og fylgjast má með honum hér. Nú stendur yfir umræða um frásagnir kvenna í íþróttastarfi vegna #metoo. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert