Auka þarf löggæsluna í Leifsstöð

Í flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík.
Í flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Löggæslumönnum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur ekki fjölgað samhliða fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll þó að þörf sé talin á því.

Sú fjölgun löggæslumanna þyrfti að vera umtalsverð, segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum aðspurður, án þess að vilja nefna sérstakar tölur um hve mörgum mönnum þyrfti að bæta við.

Þónokkur erill hefur verið hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna atvika, s.s. vegna ölvunar farþega í Leifsstöð í liðinni viku. Ólafur Helgi segir í Morgunblaðinu í dag, að staða öryggismála í Leifsstöð sé þó ekki komin að þolmörkum. Atburðir síðustu daga veki spurningar um hvernig eigi að bregðast við, segir Ólafur og bætir við að hingað til hafi tekist að höndla öryggisatvik, sem hafa komið upp, með mikilli prýði.

Í flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík.
Í flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. Ljósmynd/Sigurgeir Sigurðsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert