Boðið að búa með öldruðum

Háskólanemum stendur nú til boða að taka þátt í tilraunaverkefni á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem snýst um að leigja íbúð í þjónustukjarna fyrir aldraða sem staðsettur er miðsvæðis í Reykjavík en birt hefur verið auglýsing þess efnis.

Fram kemur að íbúðinni fylgi starf sem gangi út á að stuðla að vellíðan og lífsánægju íbúa. Meðal annars sé hægt að kenna notkun samfélagsmiðla, halda námskeið út frá áhugasviði viðkomandi til dæmis á sviði fræða, menningar, hreyfingar og listsköpunar eða veitt íbúum þjónustukjarnanna einstaklingsmiðaðan félagslegan stuðning.

Ennfremur segir að tilraunaverkefnið sé að erlendri fyrirmynd og hafi reynst vel til dæmis í Hollandi. Leiga verði á svipuðum kjörum og hjá Félagsstofnun stúdenta en miðað sé við að verkefnið standi yfir frá 1. febrúar á þessu ári til 1. júlí 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert