Borgarfjörður sagður í Síberíu

Myndin sem á að vera frá Síberíu en er úr …
Myndin sem á að vera frá Síberíu en er úr Borgarfirðinum. Ljósmynd/Axel Þór

Axel Þór Ásþórsson rak upp stór augu þegar hann ætlaði að skoða myndir frá bænum Oymyakon í Síberíu á Google Earth. Ein myndanna er úr Borgarfirðinum en þar má sjá Hvítá, Tungukoll og Hafnarfjall í fjarska.

„Ég var búinn að lesa frétt þar sem fjallað var um kuldann í Oymyakon. Mér fannst hún áhugaverð og langaði að skoða hvar þetta er í Síberíu,“ segir Axel við mbl.is.

Í morgun birtist frétt þar sem sagt var frá því að hitamælir í bænum Oymyakon hefði bilað af því að hann þoldi ekki kuldann. Síðasta tal­an sem mæl­ir­inn sýndi var -62°C. Íbúar í Oy­mya­kon segj­ast hafa mælt allt að -67°C við heim­ili sín þann dag sem er ná­lægt heims­met­inu, -67,7°C, sem var sett í þorp­inu árið 1933.

Það er kalt í Oymyakon.
Það er kalt í Oymyakon. Af Instagram

Axel fór því á Google Earth þar sem bent var á frekari upplýsingar með myndum. „Þá tók ég eftir þessari mynd. Ég er úr Borgarnesi og fannst þetta að þetta gæti ekki staðist. Ég kannaðist aðeins of mikið við ána, fjallið og umhverfið allt saman,“ segir Axel.

„Það virðist um misskilning að ræða á Google Earth en ég sá myndina einnig á einhverri loftslagssíðu í tengslum við bæinn í Síberíu,“ segir Axel og bætir við að þrátt fyrir að Borgarfjörðurinn sé svalur staður hafi frostið aldrei orðið -62°C. 

„Ég hef aldrei séð það gerast í Borgarfirðinum!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert