„Ég er fædd á vitlausum áratug“

Salka Sól tekur hér lag með Janis Joplin í útsendingu …
Salka Sól tekur hér lag með Janis Joplin í útsendingu á K100. Mynd/Magasínið

Salka Sól stígur á svið næstkomandi föstudag sem Janis Joplin. Hún segir að um leið og hún hafa uppgötvað Janis þá hafi henni liðið líkt og hún hafi fæðst á vitlausum áratug. Síðan þá hefur Salka verið undir miklum áhrif frá Janis og hennar söngstíl og túlkun.

Stutt en áhrifamikil ævi

Salka Sól kíkti í Magasínið ásamt þeim Andreu Jóns, Birki Rafni gítarleikara og Inga Birni Ingasyni til að breiða út boðskapinn um 75 ára afmælisfögnuð Janis Joplin í Gamla bíói um komandi helgi. Þær Andrea Gylfa, Bryndís Ásmunds, Stefanía Svavarsdóttir og Lay Low munu einnig syngja í sýningunni og amma Rokk, eða Andrea Jóns, verður sögumanneskja sýningarinnar.

Andrea segir Janis fyrstu alvörusöngkonu rokksins og rifjar upp stutt líf hennar, en hún lést árið 1970 af völdum heróíns aðeins 27 ára að aldri. Hún segir Janis hafa byrjaði að syngja og spila blús og alþýðutónlist í miðskóla og í háskólanum var hún þekkt fyrir að ganga um berfætt með auto-hörpuna sína, sem þá þótti afskaplega ögrandi framkoma af hálfu kvenkyns nemanda. 

Söngstíllinn hafði áhrif á Sölku

„Þegar ég var bara svona 11-12 ára gömul var ég alltaf að biðja pabba að kaupa diska fyrir mig með nöfnum sem ég hafði heyrt. Þá var maður ekkert að fara inn á YouTube eða Spotify til að finna lögin. Og pabbi kemur með Pearl og ég sé bara coverið og man að ég hugsaði, shit, ég er fædd á vitlausum áratugi. Af því að mér fannst þetta bara vera ég.“ 

Pearl, þessi umrædda plata, er að margra mati ein besta plata rokksögunnar sem kom út í janúar 1971, um þremur mánuðum eftir að Janis lést. Frá þeim tíma fór Salka að taka upp raddbeitinguna og stemninguna frá Janis. Þannig hafði Janis mikil áhrif á Sölku sem söngkonu. 

Viðtalið og upplýsingar um tónleikana má nálgast í myndbrotinu að neðan.

Salka Sól tekur hér lag með Janis Joplin í útsendingu …
Salka Sól tekur hér lag með Janis Joplin í útsendingu á K100. Mynd/Magasínið
Salka, Hvati, Ingi Björn, hljómsveitarstjóri sýningarinnar, Birkir Rafn gítarleikari, Andrea …
Salka, Hvati, Ingi Björn, hljómsveitarstjóri sýningarinnar, Birkir Rafn gítarleikari, Andrea Jóns og Hulda þáttastjórnandi Magasínsins hér í hljóðveri K100. Mynd/Magasínið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert