„Eldurinn“ var maður að grilla

Slökkvilið var kallað út.
Slökkvilið var kallað út. mbl.is/Árni Sæberg

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum vegna þess að íbúi við Hamraborg í Kópavogi hélt að það væri kviknað í hjá nágranna hans. Við komuna á staðinn komst slökkviliðið að því að „eldurinn“ var maður að grilla.

Tveir slökkvibílar voru sendir á vettvang og fundu þeir engan eld. Við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða mann að grilla úti í kuldanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert