Kólnar hressilega í veðri

Frostið fer í tólf stig í dag.
Frostið fer í tólf stig í dag. Veðurstofa Íslands

Veðurstofan varar við allhvassri norðanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum á Vestfjörðum, einkum norðan til. Vegurinn um Súðavíkurhlíð er lokaður vegna snjóflóðahættu en óvissustig er í gildi á norðanverðum Vestfjörum vegna snjóflóðahættu.

„Í dag lægir víða á landinu nema á Vestfjörðum þar sem búist er við allhvassri norðanátt fram á kvöld. Snjókoma eða él um landið norðvestanvert, en bjartviðri í öðrum landshlutum, þó stöku él við suðvesturströndina. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum.

Norðaustan gola eða kaldi með éljum á morgun, en yfirleitt þurrt og bjart veður á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 8 stig.

Á föstudag er útlit fyrir ákveðnari norðanátt. Snjókoma eða él norðan- og austanlands, en léttskýjað á Suður- og Suðvesturlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Norðaustan 10-18 m/s norðan til á Vestfjörðum í dag, en mun hægari í öðrum landshlutum. Snjókoma eða él NV-til. Léttir víða til annars staðar, en él við SV-ströndina. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum.

Norðaustan 5-13 og él á morgun, en víða léttskýjað á S- og V-landi. Frost 0 til 8 stig.

Á fimmtudag:

Norðaustan 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða él á Vestfjörðum, NA- og A-landi, en bjartviðri SV-lands. Frost 0 til 8 stig. 

Á föstudag:
Norðan 8-15 og snjókoma eða él N- og A-lands, en léttskýjað á S- og SV-landi. Frost 0 til 8 stig. 

Á laugardag:
Vaxandi A-átt og þykknar upp S- og V-lands, 10-15 síðdegis og dálítil snjókoma á S-landi. Hægari og víða bjartviðri fyrir norðan og austan. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. 

Á sunnudag:
Austlæg átt og slydda eða snjókoma með köflum, en úrkomulítið N-lands. Hiti um eða undir frostmarki. 

Á mánudag:
Suðaustanátt og rigning eða slydda SV-til, hiti 0 til 5 stig. Þurrt á N- og A-landi og frost 0 til 5 stig. 

Á þriðjudag:
Austlæg átt og slydda eða rigning með köflum, en snjókoma til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert