Lengi lifir í gömlum glæðum

Í heimsókn á Englandi. Frá vinstri: Derek Quinn, María Guðbrandsdóttir, …
Í heimsókn á Englandi. Frá vinstri: Derek Quinn, María Guðbrandsdóttir, Jackie, eiginkona Dereks, og Sveinbjörn Dýrmundsson.

Sveinbjörn Dýrmundsson hefur sannreynt að lengi lifir í gömlum glæðum í tónlistarbransanum í Bretlandi og vill kalla saman eldri tónlistarmenn hérlendis með sama hætti og gert er í Stockport og víðar.

Mikil gróska var í alþjóðlegu tónlistarlífi á sjöunda áratug nýliðinnar aldar og hljómsveitir í anda hinna einu og sönnu Bítla, The Beatles, spruttu upp eins og gorkúlur. Á þessum tíma fékk Sveinbjörn bassagítar í fermingargjöf og þá varð ekki aftur snúið.

„Ég hef verið í þessum bransa síðan, í yfir hálfa öld, spilað í fjölda hljómsveita víða um land og kynnt mér ensku tónlistarsöguna á vettvangi undanfarin ár,“ segir hann. Bætir við að eftir að hafa verið kennari í 40 ár og kennt meðal annars samfélagsfræði, þar sem hann hafi farið inn á tónlistarsöguna, hafi hann byrjað að velta fyrir sér hvar gömlu goðin væru, sérstaklega tónlistarmenn sem voru í böndum sem komu til Íslands.

Sjá samtal við Sveinbjörn í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert