Líkfundur í Öræfum

Frá Öræfum.
Frá Öræfum. mbl.is/RAX

Látinn maður fannst við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í dag. Það voru björgunarsveitarmenn í Öræfum sem fundu manninn, en björgunarsveitir höfðu verið kallaðar til þegar farið var að grennslast fyrir um ástæður þess að bifreið hafði staðið mannlaus í einhvern ótiltekin tíma á bifreiðastæði skammt frá Sandfelli.

Greint er frá þessu á heimasíðu lögreglunnar á Suðurlandi.

map.is

Um er að ræða bílaleigubifreið í útleigu til erlends ferðamanns.  Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Í tilkynningunni segir að ekki sé unnt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu.

Frá Sandfelli liggur meðal annars vinsæl gönguleið upp á Hvannadalshnúk.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert