Sveifluðu öxum í Austurbænum

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast síðdegis og fram á …
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast síðdegis og fram á kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Lögreglu barst tilkynning um klukkan fimm síðdegis um tvo einstaklinga á Háaleitisbraut sem voru að sveifla hvor sinni öxinni. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglan hafi skorist í leikinn og afvopnað einstaklingana. Að því loknu voru þeir færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru yfirheyrðir.

Þá barst lögreglunni tilkynning um þjófnað í verslun í Kringlunni laust fyrir klukkan sjö í kvöld. Þjófurinn var handtekinn á staðnum og vistaður í fangageymslu.

Rétt fyrir klukkan átta var tilkynnt um innbrot í bifreið við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Lögreglan þurfti að beita úðavopni til að yfirbuga viðkomandi sem var í mjög svo annarlegu ástandi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.   

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir í Kópavogi í kvöld, grunaðir um ölvun. Hvorugur var með gilt ökuskírteini.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert