UMFÍ kannar umfang ofbeldis

AFP

Rúmlega 300 stjórnendur sambandsaðila og aðildarfélaga Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) fengu í gær sendan ítarlegan lista með spurningum um ýmis mál sem varða möguleg kynferðisbrot, ofbeldisverk og kynbundna áreitni innan félaganna og úrlausn slíkra mála.

„Með könnuninni viljum við reyna að draga upp eins skýramynd af stöðunni og mögulegt er, meta umfangið, greina farveg þeirra mála sem mögulega hafa komið upp og sjá hvernig þau eru leyst. Þegar það liggur fyrir getum við tekið ákvarðanir um næstu skref,“ er haft eftir Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ, í fréttatilkynningu.

Rúmlega 340 félög eru innan UMFÍ um allt land og félagsmenn þeirra rúmlega 160 þúsund. Tilefnið er yfirlýsing íþróttakvenna fyrir síðustu helgi í tengslum við #metoo umræðuna þar sem sagðar voru 62 sögur kvenna úr heimi íþróttanna um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi auk áreitni í garð íþróttakvenna. Undir hana skrifuðu 462 konur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert