Vill Árna Pál í Brexit-málið

Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður VG.
Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður VG. mbl.is/Ómar

Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, leggur það til á vefsíðu sinni að Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verði fenginn til liðs við stjórnvöld vegna hagsmunagæslu Íslands í tengslum við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

„Árni Páll býr yfir ágætri þekkingu á því máli sem og öðru sem snýr að samstarfi landa Evrópu. Umfjöllun hans um málefni Brexit sem og ESB almennt er trúverðug eins og heyra mátti í morgun og kom einnig fram í ágætum greinaflokki hans um áhrif Brexit á Ísland sem hann sendi frá sér undir lok síðasta árs,“ segir Björn Valur.

Vísar hann þar til frammistöðu Árna Páls í sjónvarpsþættinum Silfur Egils um helgina þar sem rætt var um útgöngu Breta. Áréttar Björn Valur að ríkisstjórnin hafi engin áform uppi um að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Allir stjórnarflokkarnir séu andvígir því.

„Það breytir því ekki að stjórnin þarf að takast af alvöru og skynsemi á við þau verkefni sem upp kunna að koma á þessum vettvangi. Brexit er eitt slíkt og það af stærri gerðinni. Það væri fengur í því fyrir stjórnina að fá Árna Pál Árnason til liðs við sig í þeim tilgangi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert