Arnar Þór aðstoðar Ásmund

Arnar Þór Sævarsson.
Arnar Þór Sævarsson.

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu.

Arnar Þór, sem fæddur er árið 1971, útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007.

Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi formanns Framsóknarflokksins, þegar hann var iðnaðar- og viðskiptamálaráðherra 2006 – 2007. Árin 2002 til 2006 starfaði Arnar sem lögfræðingur hjá Símanum og sem lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu árin 1999 – 2002.

Arnar Þór mun á næstunni sinna afmörkuðum verkefnum fyrir ráðherra samhliða störfum sveitarstjóra en kemur að fullu til starfa í velferðarráðuneytinu í vor. Hann er annar tveggja aðstoðarmanna Ásmundar en hinn er Sóley Ragnarsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert