Funduðu um fyrstu daga þingsins

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Við vorum bara að fara yfir næstu viku og hvernig við leggjum af stað eftir helgina,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is en hann fundaði í dag með formönnum þingflokkanna. Þingið kemur saman á mánudaginn að loknum jólaleyfi.

Steingrímur segir aðspurður að fundurinn hafi gengið vel. Farið hafi verið yfir ýmis mál á honum. „Mér fannst full stutt að hittast bara á mánudaginn, sem er hinn hefðbundni tími, þannig að við ákváðum að hafa þetta í dag og hafa þá ekki fund á mánudaginn. Þetta leggur annars bara af stað með tiltölulega hefðbundnum hætti.“

Spurður hvort tilgangurinn með því að funda í dag sé einnig að geta haft tíma til þess að bregðast við ef leysa þyrfti einhver mál áður en þingið kemur saman segir Steingrímur að það sé rétt. „Jújú, ég vildi bara heyra svona hljóðið í mönnum fyrir helgina. Það er eins með forsætisnefndina. Við erum með langan fund í henni á morgun til þess að fara svona yfir ýmislegt áður en við byrjum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert