Hálka víða um land

Þæfingsfærð er víða á þjóðveginum.
Þæfingsfærð er víða á þjóðveginum. mbl.is/RAX

Hálka er á öllu landinu, að Austurlandi undandskildu, fyrir utan nokkra fjallvegi. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni suður í Öræfi en nokkur hálka eða hálkublettir þar fyrir vestan.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er snjóþekja og éljagangur á Reykjanesbraut.

Þæfingsfærð er í Hvammsfirði, í Svínadal og á Laxárdalsheiði, sem og á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum, á Klettshálsi og á Ísafirði en éljagangur er á austurhluta Vestfjarða.

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum, þó meiri snjóþekja vestan til. Þæfingsfærð er á Þverárfjalli, í Hegranesi og á Reykjaströnd.

Þá varar Vegagerðin við tjörublæðingum á veginum milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði.

Hvað varðar veðurhorfur má búast við hægri norðlægri eða breytilegri átt á landinu á morgun. Bjart verður á köflum, en 8-15 metrar á sekúndu og él norðvestan til. Þá hvessir örlítið annað kvöld. Frost verður á bilinu 0-8 stig, kaldast inn til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert