Kalt um allt land á morgun

Það er hált víða.
Það er hált víða. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kalt verður á öllu landinu á morgun en spár gera ráð fyrir allt að tólf gráðu frosti. Áttin verður norðlæg eða breytileg, 8-15 metrar á sekúndu og víða léttskýjað.

Eitthvað mun snjóa á Norður- og Austurlandi fram á miðjan dag en annars staðar verður bjart og talsvert frost. Mikið frost verður á höfuðborgarsvæðinu en gert er ráð fyrir -8 gráðum í fyrramálið í Reykjavík.

Hálka um allt land

Færð á vegum er í takt við veðrið en hálka eða hálkublettir eru á vegum í öllum landshlutum, samkvæmt vefsíðu Vegagerðarinnar.

Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum vegum. 

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er víða hálka eða snjóþekja á vegum. 

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. 

Á Austurlandi er víðast hvar greiðfært á Héraði en hálka eða snjóþekja á öðrum leiðum og eitthvað um éljagang. 

Með Suðausturströndinni eru hálkublettir eða snjóþekja og éljagangur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert