Miðflokkurinn undirbýr framboð

Una María Óskarsdóttir.
Una María Óskarsdóttir. Ljósmynd/Miðflokkurinn

Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis var formlega stofnað í Glersalnum í Kópavogi í gærkvöldi. Gestir fundarins voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis.

Fram kemur í fréttatilkynningu að Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis sé annað kjördæmafélag Miðflokksins sem stofnað sé, en nýlega var stofnað Miðflokksfélag í Suðurkjördæmi.

Una María Óskarsdóttir var kjörin formaður, en auk hennar Örn Bergmann Jónsson, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Þórarinn Þórhallsson og Halldóra Baldursdóttir. Varastjórn skipa þau Aðalsteinn J. Magnússon, Sigurrós Indriðadóttir og Einar Baldursson.

Félagið hyggst undirbúa framboð til sveitarstjórna í kjördæminu fyrir kosningarnar í vor og auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum sem hafa áhuga á framboði fyrir Miðflokkinn í Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert