Nýtt lyf við ADHD lofar góðu

Þrjátíu börn undir 18 ára aldri með ADHD og genastökkbreytinguna …
Þrjátíu börn undir 18 ára aldri með ADHD og genastökkbreytinguna tóku þátt í rannsókninni á lyfinu. Sverrir Vilhelmsson

Nýtt lyf við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) í börnum hefur gefið góða raun. Niðurstaða úr klínískri rannsókn á lyfinu var að koma út í Nature Communications en hún byggist á uppfinningu sem Hákon Hákonarson læknir og forstöðumaður erfðarannsóknastöðvar barnaspítalans við háskólasjúkrahúsið í Fíladelfíu í Bandaríkjunum birti ásamt fleirum í Nature Genetics árið 2011.

„Við gerðum rannsóknir á börnum með ADHD og fundum út að hjá um 25% þeirra er stökkbreyting í einu eða fleiri genum sem tilheyra ákveðnu genaneti í miðtaugakerfinu sem leiðir til þess að starfsemi glútamín taugaboðleiðakerfisins í heilanum er skert sem veldur því að þau eru með athyglisbrest og ofvirkni,“ segir Hákon í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Ég fór í framhaldinu að leita að lyfi sem virkaði á þetta og fann þá eitt hjá fyrirtæki í Japan sem örvaði þetta boðleiðakerfi í heilanum. Þeir höfðu þróað lyf fyrir meira en tuttugu árum fyrir alzheimersjúklinga. Þeir höfðu ekki upplýsingar um hvaða sjúklinga ætti að prófa á þessum tíma og ekki nægilega margir einstaklingar svöruðu lyfinu í prófunum og því var það lagt á hilluna. Þeir seldu mér afnot af lyfinu og ég fékk hjá þeim allar rannsóknaupplýsingar sem þeir áttu um sínar lyfjaprófanir. Prófanir á dýrum höfðu sýnt að þau sýndu miklu meiri hæfni til að leysa ákveðin verkefni ef þau voru á lyfinu. Ameríska lyfjaeftirlitið samþykkti umsóknina sem ég lagði inn með Japönsku gögnunum og við fengu leyfi til að gera rannsókn með þrjátíu sjúklingum á gagnsemi þess.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert