Ragnhildur stefnir á 3.-4. sæti

Ragnhildur Jónsdóttir.
Ragnhildur Jónsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Ragnhildur Jónsdóttir hagfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram 20. janúar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Þar segir ennfremur að Ragnhildur, sem sé 38 ára gömul, hafi víðtæka reynslu af heilsueflingu og forvörnum. Hún eigi sæti í stjórn heilbrigðistæknifyrirtækisins SidekickHealth og hönnunarstofunnar Reykjavík letterpress.

„Fyrir sveitarstjórnarkosningar vill Ragnhildur leggja áherslu á að forgangsraða í þágu heilsu, líðanar og lífsgæða bæjarbúa á öllum aldursskeiðum, að gera Seltjarnarnes að heilsueflandi samfélagi, auk áframhaldandi aðhaldssemi í fjármálum bæjarins.“

Ragnhildur, sem er uppalin á Seltjarnarnesi, hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum og meðal annars setið í foreldraráði Leikskóla Seltjarnarness þar sem hún hefur beitt sér fyrir bættri næringu leikskólabarna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert