Framkvæmdir hafnar við nýtt hótel í Vík

Vík í Mýrdal .
Vík í Mýrdal . mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt hótel í Vík í Mýrdal. Hótelið mun bera nafnið Hótel Kría og verða þar 72 herbergi og veislusalur.

Hótelið verður til húsa á Sléttuvegi 12 til 16 sem liggur samsíða þjóðvegi 1. Aðstandendur byggingar og rekstrar Hótels Kríu í Vík í Mýrdal eru þeir Vilhjálmur Sigurðsson, Hjálmar Pétursson og Sigurður Elías Guðmundsson. Vilhjálmur og Hjálmar hafa reynslu af hótelrekstri en þeir eiga og reka Hótel Laxá í Mývatnsveit.

„Við sjáum mikil tækifæri í uppbyggingu hótels í Vík í Mýrdal enda fjölfarinn ferðamannastaður sem skartar ægifagurri náttúru. Það er mikil eftirspurn eftir gistingu á svæðinu og við höfum þegar fengið fjölda fyrirspurna um gistingu hjá Hótel Kríu þótt formleg sala og markaðssetning sé ekki hafin,“ segir Vilhjálmur í fréttatilkynningu eigenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert