„Reykjavík er að skrapa botninn í þjónustu“

Drulla og drasl á götum og í rennisteinum.
Drulla og drasl á götum og í rennisteinum. mbl.is/​Hari

„Meirihlutinn ákvað að þæfa málið. Þau hafa ekki viljað ræða þetta,“ segir Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.

Áslaug lagði fram tillögu í borgarstjórn á þriðjudag þess efnis að Reykjavíkurborg myndi kaupa þann hluta þjónustukönnunar Gallup er snýr að borginni. Gallup gerir árlega könnun á þjónustu meðal 19 stærstu sveitarfélaganna en Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár ekki tekið þátt. Tillögu Áslaugar var vísað til borgarráðs.

Vefritið Kjarninn greindi frá því í gær að Reykjavíkurborg mælist langneðst í könnuninni þegar kemur að þjónustu bæði leikskóla og grunnskóla, þjónustu við eldri borgara og þjónustu við fatlaða. Þetta megi lesa í samanburðarkafla könnunarinnar sem vefritið hafi undir höndum. Reykjavík mun einnig vera neðst í mælingu á heildaránægju íbúa af sveitarfélagi sínu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag telur Áslaug slæmt að Reykvíkingar fái ekki þær upplýsingar sem fást með niðurstöðum könnunarinnar. „Mér finnst eins og þetta sé feluleikur. Það er eins og meirihlutinn hafi ákveðið að hætta að kaupa þessa könnun til að láta óþægilegar upplýsingar hverfa.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert