Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

Vel gekk að slökkva eldinn.
Vel gekk að slökkva eldinn. mbl.is/Árni Sæberg

Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni myndaðist hiti og smá eldur á milli þylja í vegg í sumarhúsi að Kolgrímastöðum í Eyjafjarðarsveit sem er rúma 40 kílómetra frá Akureyri.

Fólk á staðnum kallaði eftir aðstoð slökkviliðs en rjúfa þurfti veggi til að komast að eldinum. Slökkvistarf gekk greiðlega og engan sakaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert