Upplýsingaskjáir settir upp á Hlemmi

Mathöll var opnuð í ágúst í fyrra og hefur notið …
Mathöll var opnuð í ágúst í fyrra og hefur notið mikilla vinsælda. mbl.is/Árni Sæberg

Í leigusamningi um Mathöll á Hlemmi er ákveðið svæði innan mathallarinnar sérstaklega tekið frá til þess að Strætó geti komið upp upplýsingaskjám og jafnvel miðasjálfsölum. Strætó er byrjaður að hanna lausnir fyrir upplýsingaskjái í rýmið og munu þeir verða settir upp á næstunni.

Þetta kemur fram í umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá borginni varðandi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukna þjónustu við strætisvagnafarþega á Hlemmi. Í tillögunni lögðu þeir til að sala farmiða yrði tekin upp að nýju á Hlemmi, e.t.v. með sjálfsala. Jafnframt var lagt til að leiðakerfisupplýsingar yrðu bættar, t.d. með því að setja leiðakort upp á áberandi stað og koma fyrir skjá þar sem hægt er að fylgjast með ferðum vagna á rauntíma. Loks var óskað eftir því að klukka yrði sett upp á áberandi stað á Hlemmi.

Fram kemur í umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að farþegar Strætó geti keypt miða í verslun 10/11 sem er í um það bil fjörutíu metra fjarlægð frá miðrými Hlemms.

Varðandi klukku segir að lengi hafi lítill turn með klukku verið á Hlemmtorgi. Í sumar séu fyrirhugaðar framkvæmdir við Hlemmtorg og þá er gert ráð fyrir að klukkan verði sett upp aftur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert