Snjónum fagnað á skíðasvæðum

Hlíðarfjall
Hlíðarfjall mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist snjór um víða veröld. Einnig verður 20% afsláttur fyrir alla gesti af leigubúnaði í skíðaleigunni og boðið upp á kakó klukkan 13. Átta stiga frost er á Akureyri og stillt veður.

„Í Stafdalnum tökum við þátt og bjöðum öllum krökkum frítt á skíði setjum upp brautir í fjallinu og bjóðum upp á kakó svo eitthvað sé nefnt. Þegar þetta er skrifað er hér logn og 6 gráða frost. Færið gerist ekki betra en við þessar aðstæður þegar það er troðinn púðursnjór í brekkunum,“ segir orðrétt í tilkynningu frá skíðasvæðinu klukkan 9.24.

Opið á skíðasvæði Dalvíkur í dag frá 11.00-16.00, frábært veður og færi nýr snjór yfir öllu og nýtroðnar brekkur, segir tilkynningu. Sjá nánar hér.

Lokað verður í Bláfjöllum í dag. Þar er búið að vera vaxandi vindur frá því í morgun og var vindmælirinn farinn að slá  í 16m/sek við skálann um níu í morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert