Fór fram á afsögn ráðherra

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Styrmir Kári

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hvatti Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra til að segja af sér vegna Landsréttarmálsins.

Helgi Hrafn sagði ráðherrann hafa brotið stjórnsýslulög með tillögu sinni til Alþingis og að hann hefði verið varaður við fyrirfram af starfsfólki ráðuneytis og sérfræðingum í nefnd.

Hann bætti við að nýr Landsréttur hefði verið skipaður með lögbroti dómsmálaráðherra, þrátt fyrir viðvörunarorð.

Helgi nefndi að fyrr í dag hefði forsætisráðherra sagt að ráðherrar hefðu áður brotið lög án þess að þurfa að segja af sér. „Væri ekki fínt ef hefðin væri sú að þeir myndu segja af sér ráðherramennsku?“ sagði Helgi.

Hann bætti við: „Þetta mál fer ekki neitt, fullyrði ég.“

Helgi Hrafn fór einnig fram á afsögn dómsmálaráðherra í desember vegna málsins. 

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert