Funduðu vegna eldsvoðans

Frá slökkvistarfi í Hellisheiðarvirkjun.
Frá slökkvistarfi í Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/Hanna

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu funduðu í dag með Orku náttúrunnar vegna eldsvoðans sem kom upp föstudaginn 12. janúar síðastliðinn. Fundurinn var haldinn af Brunavörnum Árnessýslu og voru viðstaddir fundinn fulltrúar Neyðarlínu, Landsbjargar, Brunavarna Árnessýslu, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Orku náttúrunnar.

Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, segir að viðbragðsaðilar hafi verið á einu máli um að vel hafi tekist til bæði í viðbragði og samstarfi en einhverjar úrbætur verði gerðar sem unnið verður eftir framvegis. Um 20 sátu fundinn.

Ekki liggur fyrir hver eldsupptökin voru, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi sem fer með rannsókn málsins en rannsókn er enn í gangi. Tjón af völdum eldsins var að mestu bundið við inntaksrými loftræstibúnaðar. Jarðhita­sýn­ing Orku nátt­úr­unn­ar, sem rek­in er í Hell­is­heiðar­virkj­un, er enn lokuð vegna viðgerða á gólfi sem skemmd­ist af slökkvi­vatni.

Eiríkur segir að sýningin verði lokuð viku lengur en gert hafði verið ráð fyrir þar sem viðgerðir reyndust meiri en búist var við. Sýningin opnar aftur laugardaginn 27. janúar en um 80 þúsund gestir heimsækja sýninguna á ári, segir Eiríkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert