Grunaður um að hafa brotið gegn börnum

Maðurinn er grunaður um brot gegn fleiri börnum.
Maðurinn er grunaður um brot gegn fleiri börnum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Karlmaður á sextugsaldri var síðastliðinn föstudag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Jafnvel er talið að maðurinn hafi brotið gegn fleiri börnum.

Maðurinn var upphaflega úrskurðaður í vikulangt varðhald, sem var svo framlengt um fjórar vikur á föstudag. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku en þar segir að maðurinn hafi greitt fyrir kynferðislegar athafnir með peningum eða lyfjum.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagðist í samtali við RÚV í morgun ekki geta greint frá því hvort maðurinn eigi að baki dóma af þessu tagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert