„Leiðinlegt þegar þetta fer svona“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Eggert

„Það er auðvitað leitt þegar stór verkefni sem fjárfestar hafa sett fjármuni í fara svona,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um gjaldþrotabeiðni United Silicon.

Spurð út í framhaldið segir hún að skiptastjóri muni annast allt sem lúti að meðferð þrotabúsins. Það sem gerist í framhaldinu viti hún ekki.

Verksmiðja United Silicon.
Verksmiðja United Silicon. mbl.is/RAX

Ríkisendurskoðun vinnur nú að úttekt á aðkomu rík­is­ins að aðdrag­anda og eft­ir­mál­um þess að kís­il­verk­smiðjan tók til starfa og segir Þórdís Kolbrún sjálfsagt að slík endurskoðun verði gerð. 

„Þetta er stór fjárfesting og það hefur verið eytt fjármunum og tíma í uppbyggingu á verkefninu. Auðvitað hugsar maður fyrst til þeirra sem þarna starfa sem eru að missa vinnuna. Það er leiðinlegt þegar þetta fer svona en nú tekur við annað ferli og annar fasi,“ segir ráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert