Óvenjumörg banaslys í upphafi árs

Það sem af er ári hafa þrír látist í banaslysum í umferðinni, en það eru jafnmargir og samanlagður fjöldi banaslysa í janúar síðustu fimm ár. Í öllum tilvikum á þessu ári hafa ökumennirnir verið ungir karlmenn.

Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir erfitt að draga ályktanir þar sem tildrög slysanna séu enn óljós. Ungir karlmenn hafi þó lengi verið áhættuhópur.

„Ungir karlmenn eru sá hópur sem hefur þurft hvað mesta umhyggju. Ungt fólk er þó almennt að bæta sína aksturshegðun, enda sjáum við fækkun á slysum þar sem ungt fólk kemur við sögu,“ segir Þórhildur Elín í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert