Taka undir áskoranir um úrbætur á Vesturlandsvegi

Vesturlandsvegur. Mynd úr safni. Forsvarsmenn atvinnufyrirtækja á Grundartanga taka undir …
Vesturlandsvegur. Mynd úr safni. Forsvarsmenn atvinnufyrirtækja á Grundartanga taka undir áskorun bæjarstjórnar Akraness á samgönguyfirvöld þess efnis „að þegar verði brugðist við alvarlegu ástandi Vesturlandsvegar á Kjalarnesi“. mbl.is/Styrmir Kári

Forsvarsmenn atvinnufyrirtækja á Grundartanga taka undir áskorun bæjarstjórnar Akraness á samgönguyfirvöld þess efnis „að þegar verði brugðist við alvarlegu ástandi Vesturlandsvegar á Kjalarnesi og frekari fjármunum veitt til nauðsynlegra úrbóta varðandi tvöföldun vegarkaflans.“

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem forsvarsmenn Þróunarfélags Grundartanga, Faxaflóahafnir, Norðurál, Elkem, Meitill – GT tækni, Stálsmiðjan Framtak, Lífland, Vélsmiðjan Hamar og Snókur verktakar sendu frá sér.

Þá minna fyrirtækin enn fremur á áður sendar ábendingar sínar um að afar brýnt sé að lagfæra gatnamótin af Vesturlandsvegi inn á Grundartangasvæðið með hliðsjón af umferðaröryggi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert