Bodø siglir á milli lands og Eyja

Skipið er stærra og hraðskreiðara en Herjólfur.
Skipið er stærra og hraðskreiðara en Herjólfur. Ljósmynd/Marine Traffic

Norska bílferjan Bodø er komin til hafnar í Vestmannaeyjum og mun hefja siglingar á milli lands og Eyja á morgun á meðan Herjólfur hverfur til viðgerða, en áætlað er að þær taki 14-16 daga.

Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir í samtali við mbl.is að prófað verði að sigla ferjunni til Þorlákshafnar í dag, „og máta hana við rampinn, eins og í Eyjum“.

„Herjólfur mun sigla tvær ferðir í dag og siglir svo í kvöld til Hafnarfjarðar, þar sem viðgerðin fer fram,“ segir Gunnlaugur.

Skipið er stærra og hraðskreiðara en Herjólfur, en er ekki með klefa og kojur fyrir farþega. Bodø getur ekki athafnað sig í Landeyjahöfn og siglir því til Þorlákshafnar, en aðstæður hafa yfirleitt verið þannig á þessum árstíma að Herjólfur hefur ekki getað siglt til Landeyjahafnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert