Ófært er á Klettshálsi og Kleifaheiði

Öxnadalsheiði. Mynd úr safni. Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði, Siglufjarðarvegi og …
Öxnadalsheiði. Mynd úr safni. Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði, Siglufjarðarvegi og Hófaskarði. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Ófært er á bæði Klettshálsi og Kleifaheiði á Vestfjörðum, en þæfingsfærð á Mikladal og Hálfdáni þar sem er stórhríð. Þungfært er á Þröskuldum og á Steingrímsfjarðarheiði og beðið með mokstur að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. 

Él eru á Norðurlandi og er þæfingsfærð á Öxnadalsheiði, Siglufjarðarvegi og Hófaskarði. Ófært er um Dalsmynni en þungfært inn í Fnjóskadal og eins á Hólasandi.

Á Austurlandi er Fjarðarheiðin þungfær og þar er mjög blint. Flughált er á köflum á Héraði. Ófært er á Vatnsskarði eystra og Öxi.

Snjóþekja eða krap er á flestum vegum á Suðurlandi, þ.á.m. bæði Hellisheiði og Þrengslum.

Hálka eða snjóþekja er víða á Vesturlandi og sums staðar snjókoma. Ófært er á Svínandal. Þungfært er á Fellsströnd og Skarðsströnd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert