Styttir ævina um 9 mánuði í Evrópu

Svifryk á höfuðborgarsvæðinu.
Svifryk á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki.

Þetta kemur fram á Vísindavefnum.

Segir þar að áhrif svifryks á heilsu séu margvísleg. Áhrifanna gætir bæði vegna skammtíma útsetningar og langtíma mengunar. Helstu sjúkdómarnir sem svifryksmengun hefur verið tengd við eru öndunarfærasjúkdómar og hjarta- og æðasjúkdómar.

Talið er að svifryksmengun stytti ævina að meðaltali um 9 mánuði í Evrópu. Allra smæstu svifryksagnirnar komast niður í lungnablöðrur og þaðan í blóðrásarkerfið. Talið er að þær geti borist til heilans og valdið þar bólgum sem tengdar eru við elliglöp og Alzheimerssjúkdóm. 

Hægt er að lesa nánar um málið á Vísindavefnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert