Tómas Tómasson er látinn

Tómas Tómasson bassleikari á tónleikum með Stuðmönnum í Þjóðleikhúsinu árið …
Tómas Tómasson bassleikari á tónleikum með Stuðmönnum í Þjóðleikhúsinu árið 2002. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Tónlistarmaðurinn Tómas Magnús Tómasson er látinn, 63 ára að aldri. Hann var bassaleikari Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita. Hann fæddist 23. maí 1954.

Fjölmargir vinir hans og samferðamenn í gegnum tíðina hafa greint frá andláti hans á samfélagsmiðlum og vottað Tómasi virðingu sína. 

„Í dag var óvenjulegur dagur - á árvissu afmæli mínu fékk ég fregnina um að Tómas Magnús Tómasson aldavinur minn og félagi hefði kvatt þessa okkar skömmu jarðvist. Ég syrgi hann og kveð með virktum - einstakur öðlingur til orðs og æðis.“ Þetta skrifar tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson um vin sinn á Facebook. 

 


Björgvin Halldórsson minnist einnig vinar síns og segir á Facebook: 
Þetta er sorgarfregn sem erfitt er að meðtaka. Hann var með eindæmum skemmtilegur og orðheppinn og afbrags tónlistarmaður. Ég geymi margar minningarnar um Tomma og sérstaklega okkar tíma í Englandi þegar við bjuggum saman í Dartford og þegar við unnum að Vísnaplötunum góðu. Guð blessi minningu Tomma...Hvíl í friði vinur.“ 

Tónleikar Rásar 2. Stuðmenn á hafnarbakkanum í Reykjavík. Ragnhildur Gísladóttir …
Tónleikar Rásar 2. Stuðmenn á hafnarbakkanum í Reykjavík. Ragnhildur Gísladóttir og Tómas Tómasson. mbl.is/Ómar Óskarsson
Stuðmenn á Nasa fyrir nokkrum árum. ( Tónleikar Rásar 2. …
Stuðmenn á Nasa fyrir nokkrum árum. ( Tónleikar Rásar 2. Stuðmenn á hafnarbakkanum í Reykjavík ) mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert