Lokað vegna veðurs

Lokað hefur þurft vegum vegna veðurs undanfarna daga.
Lokað hefur þurft vegum vegna veðurs undanfarna daga. mbl.is/Halldór Sveinbjörnssin

Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs, segir á vef Vegagerðarinnar.

Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á vegum en snjóþekja eða krapi á nokkrum leiðum. Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er víða á Vesturlandi. Ófært er um Svínadal og töluvert hvasst undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi.

Á Vestfjörðum er víðast hálka, snjóþekja og éljagangur. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði og Klettsháls en ófært er á Þröskuldum, Mikladal og Hálfdán.

Hálka, hálkublettir og snjóþekja er á flestum vegum á Norðurlandi, snjókoma, él og skafrenningur. Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru lokaðir. Ófært er um Dalsmynni og Hólasand.

Hálka, snjóþekja, éljagangur eða skafrenningur er á Austurlandi. Þæfingur er á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, þungfært er á Fagradal en ófært á Fjarðarheiði, Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði og Öxi. Hálka eða hálkublettir er á Suðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert