Vilja lengja fæðingarorlofið

Wikipedia

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um fæðingar- og foreldraorlof þar sem gert er ráð fyrir að fæðingarorlof verði lengt úr níu mánuðum í tólf.

Lagt er til að sjálfstæður réttur hvers foreldris verði fimm mánuðir og að sameiginlegur réttur foreldra verði tveir mánuðir. Sambærileg breyting er lögð til varðandi fæðingarstyrk til foreldris utan vinnumarkaðar.

Frétt mbl.is: Lengra fæðingarorlof og hærri greiðslur

Rifjað er upp að í árslok 2012, í tíð ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hafi verið samþykktar breytingar á lögum um lengingu fæðingarorlofs úr samtals níu mánuðum í tólf mánuði en síðan horfið frá því í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Samkvæmt stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er gert ráð fyrir lengingu fæðingarorlofsins á kjörtímabilinu sem hluta af samtali stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert