Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Snjómokstur á Akureyri.
Snjómokstur á Akureyri. mbl.is/Gúna

Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka og eða hálkublettir.

Það er víða orðið greiðfært á Norðurlandi vestra en hálka er á Þverárfjalli og á nokkrum á útvegum. Hálkublettir eru á Vatnsskarði og á Siglufjarðarvegi. 

Hálka eða hálkublettir eru víða á Norðausturlandi en greiðfært er í Eyjafirði. Snjóþekja er á Hófaskarði og í Þistilfirði. Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og hálka eða hálkublettir með suðausturströndinni, samkvæmt vef Vegagerðarinnar.

Ófært er nyrst á Hvítársíðuvegi (523) við brúna yfir Norðlingafljót þar flæðir vatn yfir veg. Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert