Von á enn einum storminum

Stormur mun ganga yfir Suður- og Vesturland á morgun, sunnudag …
Stormur mun ganga yfir Suður- og Vesturland á morgun, sunnudag og á miðvikudag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu.

Veðurstofan spáir 15-25 metrum á sekúndu undir kvöld og hvassast verður syðst á landinu, sérstaklega í efri byggðum. Rigning eða slydda verður á láglendi, en snjókoma á heiðum. Með storminum fylgja hlýindi og verður hiti á bilinu 3 til 8 stig sunnan heiða annað kvöld og minnkandi frost fyrir norðan og austan.

Í athugasemd veðurfræðings kemur fram að ráðlegt er að huga að því að rigningar- og leysingarvatn komist sína leið í fráveitukerfi til að fyrirbyggja vatnstjón.

Djúp og kröpp lægð á miðvikudag

Útlit er fyrir vindasama viku, að minnsta kosti sunnanlands og von er á sunnan illviðri á miðvikudag þegar djúp og kröpp lægð fer hratt til norðurs skammt fyrir vestan land með talsverðri rigningu, slyddu eða snjókomu. Ef spár ganga eftir má búast við stormi um allt land. 

Veðurvefur mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert