Fjórir yfir þremur af stærð við Grímsey

Mikill fjöldi skjálfta hefur verið við Grímsey síðustu daga.
Mikill fjöldi skjálfta hefur verið við Grímsey síðustu daga. Mynd/Veðurstofa Íslands

Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Síðustu tvo sólarhringa hafa 1.408 skjálftar riðið yfir við eyjuna.

Skjálftarnir þrír voru allir nokkra kílómetra norðaustur af Grímsey. Þrír þeirra voru á 13-16 kílómetra dýpi, en sá fyrsti, sem varð klukkan 18.11 var á aðeins 6,9 kílómetra dýpi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert